Joð er næringarefni og skortur á því hefur helst áhrif á skjaldkirtilsvirkni. Helstu einkennin eru þreyta, aukin þyngd og aukin næmni fyrir kulda, svo fátt eitt sé nefnt. Joðskortur hefur lengi verið vandamál í nágrannaríkjum en aldrei mælst á Íslandi.
Í nýrri rannsókn Sólveigar Aðalsteinsdóttur kom fram mælanlegur skortur. „Þessi nýja rannsókn sýnir að við erum bara ekki með góðan joðhag lengur. Það er fyrst og fremst vegna þess að bæði neysla á mjólkurvörum hefur dregist verulega saman og eins líka sjáum við minni fiskneyslu,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði.
Ingibjörg segir joðskortur geti verið mjög alvarlegur. Konur sem eru óléttar eru í sérstökum áhættuhópi. „Mjög alvarlegur joðskortur kemur fram í verulegri þroskaskerðingu og það er ekki það sem við erum að horfa á hér. Við erum að tala um mildari joðskort en vegna þessara niðurstaðna sem við sjáum utan úr heimi að það geti haft áhrif á að barnið nái ekki að læra eins hratt eða eins vel, af því við erum að tala um þroska, og þess vegna verðum við að bregðast við sem þjóð.“ - RÚV (ruv.is/frett/jodskortur-maelist-i-fyrsta-sinn-her-a-landi
Joð er eitt af nauðsynlegu næringarefnum líkamans. Það stýrir meðal annars reglu á starfsemi skjaldkirtils, stuðlar að góðum efnaskiptum, vexti og þroska og kemur í veg fyrir ýmsa króníska sjúkdóma eins og krabbamein. Þar sem fæstir fullorðnir neyta nægilega mikils af joðríkri fæðu, skortir marga joð. - Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.is/jodskortur-astaedur-og-bataleidir/)